Um Hafnarfjarðarhöfn

Hafnarfjörður hefur frá upphafi byggðar Íslands verið talin ein besta höfn landsins frá náttúrunnar hendi. Hafnarfjarðarhöfn er ein helsta þjónustuhöfn landsins. Hér eru öll þjónustufyrirtæki, sem skip, útgerðir og fyrirtæki í hafnsækinni starfsemi þurfa á að halda. Í Hafnarfirði er stutt til Keflavíkurflugvallar til að afla aðfanga frá erlendum birgjum.

Hafnarfjarðarhöfn býður alla sjófarendur velkomna, sem og þjónustufyrirtæki við skip, báta og útgerðir.

Fréttir

Áramótakveðja

01. janúar 2014

Hafnarfjarðarhöfn sendir viðskiptavinum sínum, samstarfsaðilum og velunnurum óskir um gleðilegt nýtt ár 2014 með þökk fyrir samskiptin á liðnu ári. Það er von okkar að árið 2014 verði okkur öllum bæði hagstætt og gjöfult. Smellið á myndirnar t... Lesa alla fréttina

 

Fugro Discovery og Irena Arctica

31. október 2013

Rannsóknarskipið Fugro Discovery leitaði hafnar í Hafnarfirði á þriðjudag vegna óhagstæðs veðurs. Grænlenska flutningaskipið Irena Arctica kom til Hafnarfjarðar á þriðjudag. Skipið flutti búnað Ístaks hf. sem notaður var við byggingu virkjunar ofa... Lesa alla fréttina