Góð 14 mánaða reynsla af háspennutenginum -nánast enginn stuðningur frá stjórnvöldum
Hátt í 60 sinnum hafa farþegaskip og frystitogarar verið tengdir við háspennu-landtengingarkerfi Hafnarfjarðarhafnar frá því það var tekið í notkun í júní 2022.
Umferð farþegaskipa hefur verið meiri á þessu sumri í Hafnarfjarðarhöfn en nokkru sinni fyrr. Um 30 skipakomur verða í sumar, sem er hátt í tvöföldun frá því á sl. sumri.