Hafnsaga (lóðs)

 

 

Litli og stóri

Hafnsaga

Hafnsöguskylda er í Hafnarfirði.
Þetta þýðir að öll skip sem koma til Hafnarfjarðarhafnar, bæði til Hafnarfjarðar og Straumsvíkur, þurfa að fá hafnsögumann um borð til þess að leiðbeina skipstjórnendum inn og út úr höfninni. 
Skipstjórar geta fengið undanþágu frá hafnsöguskyldu ef þeir koma reglulega til hafnarinnar og þeir orðnir vel kunnugir aðstæðum. 
Hafnsögumenn eru á vakt eða bakvakt allan sólarhringinn allt árið um kring og ávallt reiðubúnir til þjónustu. Vaktsími hafnsögumanns er 825-2303.

Hafnar- og dráttarbátar

Í Hafnarfirði eru tveir hafnarbátar. 
HB Hamar hefur 15 tonna togkraft og HB Þróttur hefur 4 tonna togkraft. 
Báðir bátarnir ferja hafnsögumenn í og úr skipum, sem eru á leið til eða frá höfninni. 
Ennfremur veita þeir umbeðna aðstoð við skip, svo sem draga eða ýta skipum eftir þörfum. Einnig flytja þeir fólk, varahluti og annan farangur út í skip á ytri legu eða frá þeim í land. 
Bátarnir eru til reiðu allan sólarhringinn allt árið um kring og ávallt reiðubúnir til þjónustu.