Rafmagns - landtenging

 

Landtengibúnaður

Hafnarfjarðarhöfn e með 207 rafmagnstengla frá 16 til 250 amper (150kw / 173 kVA). 400v og 50hz.

Óseyrarbryggja 

97 stk. 16 A, 10 stk 32A, 8 stk. 63A og 4 stk. 125A.

Suðurbakki

5 stk. 63A, 20 stk. 125A og 4 stk. 200A.

Hvaleyarbakki

15 stk. 63A, 27 stk. 125A, 4 stk. 200 A og 7 stk. 250A. 

Sparnaður útgerðar við að nota landtengingu

Kostnaður við að framleiða eina kWst med díseloliu er kr. 27,45.  Ein kWst med landtengingu kostar 17,20 kr.

Munurinn er um 60% sem það er dýrara að nota dílselolíu.

Umhverfisáhrif

Minni mengun, minni hávaði.
Við bruna á einum lítra af díselolíu verður til 2,68 kg af CO2.

Dæmi um minni mengun: 

Aflþörf skips er um 70 kW.

  • Ef keyrð er ljósavél þá verða til 1.330 kg af CO2 á sólarhring.
  • Ef skip er landtengt þá verður ekkert CO2 til.

Vélarhljóð þagnar við landtengingu.

Hafnarfjarðarhöfn leggur mikla áherslu á að landtengja öll skip sem það geta.