Aðgengi að hafnarskrifstofu og vigt frá 4. maí

Áfram verður takmarkað aðgengi að skrifstofum hafnarinnar og hafnarvigt næstu vikur.  Eingöngu þeir sem hafa verið boðaðir á fund á hafnarskrifstofu eða eiga brýn erindi við skrifstofuna er heimill aðgangur.  Önnur mál ber aðp afgreiða í gegnum síma eða með tölvupósti.

Sama á við um aðgengi að hafnarvigtinni.  Eingöngu þeir sem eiga brýn erindi við vigtarmenn er heimill aðgangur að vigtarhúsi.  Hægt er að ná sambandi við vigtarmenn sem eru á vakt fram til 22 á kvöldin og milli 8 - 16 um helgar í gegnum afgreiðslulúgu framan við bílvogina eða í síma 825-2310.

Þessar ráðstafnir eru gerður til að tryggja öryggi starfsfólks Hafnarfjarðarhafnar og koma í veg fyrir röskun á þeirri mikilvægu starfsemi sem höfnin veitir.   Þessi takmarkaði aðgangur gildir til loka maí.