Árni fyrstur við Háabakka

Kristín Thoroddsen formaður hafnarstjórnar og Ágúst Bjarni Garðarsson varaform. voru meðal fjölmargr…
Kristín Thoroddsen formaður hafnarstjórnar og Ágúst Bjarni Garðarsson varaform. voru meðal fjölmargra sem tóku á móti Árna þegar hann lagðist að Háabakka í fyrsta sinn.
Árni Friðriksson rannsóknarskip Hafrannsóknarstofunar lagðist að bryggju við Háabakka um hádegisbil í dag, 26. febrúar.  Árni var þar með fyrsta skipið til leggjast að þessum nýjasta hafnarbakka í Hafnarfjarðarhöfn.
Háibakki er 130 m. langur og með opið rými að Óseyrarbryggju.  Dýpi við bakkann er 8 m. og þar er gert ráð fyrir viðlegu rannsóknarskipa Hafrannsóknarstofunar auk annarrar tilfallandi skipaþjónustu.  Verið er að ljúka framkvæmdum við nýjar höfuðstöðvar Hafró beint upp af Háabakka og munu bæði skip stofnunarinnar, Árni og Bjarni Sæmundsson vera komin með fasta viðverðu í nýrri heimahöfn á vordögum.