Breytt gjald fyrir háspennu

Hafnarstjórn hefur samþykkt að útsöluverð  á rafmagni úr háspennuteningum á Hvaleyrar- og Suðurbakka verði 40 kr pr. kwst.  Tengigjöld verða áfram óbreytt.

Þessi gjaldskrárbreyting er vegna þess kostnaðar sem fylgir dreifingu á rafmagni inná háspennukerfi hafnarinnar, en sú dreifing er innheimt eftir afltoppi líkt og hjá stórnotendum. 

Raforkutengingar með háspennu er mikilvægt umhverfissmál við landlegu stærri skipa, bæði varðandi hljóð- og loftmengun, en hápennukerfið sem var tekið í notkun sl. sumri hefur verið notað bæði af farþegaskipum og íslenskum og grænlenskum togurum.  Reikna má með enn frekari tenginum í sumar þegar komum faraþegaskipa fjölgar umtalsvert frá fyrri árum.

Þrátt fyrir hærra hærra verð fyrir háspennuteningar, þá er mun hagkvæmara fyrir skip að tengjast raforkukerfi Hafnarfjarðarhafnar en að brenna olíu fyrir ljósavélar.  Samkvæmt útreikningum er sá kostnaður miðað við bestu afsláttarkjör á olíu um og yfir 50 kr. fyrir hverja kwst.