Dekkið lagt á nýrri trébryggju

Vinna stendur nú yfir af fullum krafti við lokafrágang á smíði trébryggju milli hins nýja Háabakka og Óseyrarbryggju.  Jafnframt verður setta tréklæðning á tæknirýmið við bakkann.

Það er Bryggjuverk ehf. sem sér um framkvæmdina sem var boðin út á sl. sumri en áætlaður kostnaður við heildarfrágang er rúmar 20 milljónir.

Nýja trébryggjan er hugsuð sem útivistarsvæði, þar sem verða setbekkir og aðstaða fyrir þá sem vilja dorga á þessu opna hafnarsvæði.  Útfærsla og hönnun á mannvirkinu var í höndum arkitekta hjá Batteríinu og verkfræðistofunnar Strendings.   Stefnt að því að verklok verði í byrjun desember n.k.