Framkvæmdir ganga vel við Háabakka

Byrjað að steypa bryggjukant við Háabakka.
Byrjað að steypa bryggjukant við Háabakka.

Stefnt er að því að skip Hafrannsóknarstofnunar geti lagst að nýjum Háabakka framan við Fornubúðir í nóvember nk.   Framkvæmdir hafa gengið vel í sumar, en nokkur tími hefur farið í að fá fram fullt sig við nýja hafnarbakkann.

Byrjað er að steypa bryggjukantinn að norðanverðu og næstu verkefni er að ganga frá lögnum á bakkasvæðinu fyrir rafmagn, heitt og kalt vatn og ljósleiðartengingu.  Því næst verður farið í að steypa og ganga frá þekjunni og gera viðlegu við þilið fullklárt.

Þessa dagana er verið að dýpka framan við þilið þar sem dýpið verður 8 metrar og einnig er dýpkað þar sem innsigling verður að hafnarbakkanum.  Reist verður tæknihús við sunnanverðan bakkann og síðasti áfrangi verksins  er  smíði á trébryggju milli Óseyrarbryggju og Háabakka.  Stefnt er að því að þessum framkvæmdum verði öllum lokið vorið 2020.