Góð aukning í skipakomum

Skipaumferð um Hafnarfjarðarhöfn hefur farið vaxandi síðustu ár og hefur aukist enn frekar það sem af er þessu ári.  Fyrstu þrjá mánuði ársins voru komur stærri skipa og báta til Hafnarfjarðarhafnar og Straumsvíkur samtals 163 en voru á sama tíma í fyrra 129.

Töluverð aukning hefur verið í komu bæði innlendra og erlendra togara og stærri báta.  Þannig lönduðu samtals 84 fiskiskip í Hafnarfjarðarhöfn á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en landanir á sama tíma í fyrra voru 52.  Umferð farmskipa hefur verið stöðug, en hátt í 40 farmskip komu til Hafnarfjarðar og Straumsvíkur fyrstu þrjá mánuði ársins.

Á meðfylgjandi mynd sem Guðmundur Fylkisson tók í blíðunni þann 12. apríl sl. má sjá að það er þéttskipað á Hvaleyrarbakkanum þessa dagana.