Háibakki fullbókaður

Bjarni og Árni við Háabakka, framan við nýjar höfuðstöðvar Hafrannsóknarstofnunar.
Bjarni og Árni við Háabakka, framan við nýjar höfuðstöðvar Hafrannsóknarstofnunar.
Hafrannsóknarskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson liggja nú bæði við Háabakka.  Þetta er í fyrsta sinn sem bæði skipin liggja saman við Háabakka og fyrsta koma Bjarna á Hábakka.   Bjarni lagðist að bryggju innst við Hábakka í gærkvöld 20. mars og Árni kom síðan í sól og blíðu í morgun þann 21. mars.   Skipin eru bæði að koma úr árlegu "mars-ralli".
 
Hafnarfjarðarhöfn býður bæði skip og áhafnir velkomin í nýja heimahöfn.