Heildarvöruflutningar liðlega 1 milljón tonna árið 2021

Heildarvöruflutningar um hafnarsvæði Hafnarfjarðar á árinu 2021 voru um 1.1 miljón tonna sem er liðlega 100 þús. tonnum meiri en árið á undan.  Þá var um 20% fjölgun í skipakomum milli ára.  Munar þar að hluta til um fleiri skemmtiferðaskip en Covit-sumarið 2020, en einnig var fjölgun bæði í komum togara og farmskipa.

Alls komu 440 stærri skip til hafnar á árinu 2021, þar af 367 til Hafnarfjarðarhafnar og 73 í Straumsvík.  Fjöldi togarakoma var 217, þar af 105 erlendir togarar. Farmskip voru samtals 141 og 16 farþegaskip.

Umtalsverð aukning var í vöruflutningum.  Innflutningur jókst um nær 89 þús. tonn, var samtals um 782 þús. tonn og munar þar mestu um aukning á innfluttu súráli og vörum til álversins í Straumsvík. Samdráttur var í saltinnflutningi en önnur lausavara var sambærileg og undanfarin ár. Samtals voru flutt inn um 160 þús. tonn af lausavöru í Hafnarfjarðarhöfn, mest olía, asfalt og jarðefni.

Útflutningur frá Hafnarfjarðarhöfn jókst um rúm 30 þús. tonn milli ára, að langstærum hluta aukin framleiðsla frá álverinu, en alls var flutt út frá Hafnarfirði og Straumsvík um 290 þús. tonn.

Eins og áður var nefnt fjölgaði togarakomum töluvert á árinu. Heildarafli sem kom á land í Hafnarfirði var ríflega 44 þús. tonn sem er um 6 þús. tonnum meira en árið 2020.  Þar af var afli innlendra togara liðlega 10 þús. tonn en erlendra fiskiskipa nær 34 þús. tonn.

 

 

Sjá nánar tölfræði um skipakomur og vöruflutninga á árinu 2021.