Heildarvöruflutningar um milljón tonn árið 2020

Heildarvöruflutningar um hafnarsvæði Hafnarfjarðar á árinu 2020 voru um 960.000 tonn, eða litlu minni en á árinu 2019.  Þá var skipaumferð á hafnarsvæðinu örlitlu minni en árið á undan og munar þar fyrst og fremst um skemmtiferðaskipin, en aðeins eitt skip af um 30 sem voru á áætlun komu á þessu covit-ári.

Alls komu 364 stærri skip á árinu 2020, þar 300 til Hafnarfjarðarhafnar og 64 í Straumsvík.  Fjölgun var í komum flutningaskipa en nokkur fækkun var í komum erlendra togara.  Hins vegar fjölgaði töluvert komum innlendra togara og ný heimahöfn Hafrannsóknarstofnunar var einnig góð viðbót.

Samdráttur í vöruflutningum sem var um 20 þús tonn frá fyrra ári, starfar fyrst og fremst af minni inn- og útflutningi frá Straumsvík vegna minni framleiðslu hjá álverksmiðjunni.  Innflutingingur á súráli drógst saman um 35 þús tonn og útflutningur á álvörum um 10 þús. tonn.  Heildarinnflutningur á árinu var um 700 þús. tonn og landaður afli var svipaður og árið á undan eða um 40 þús. tonn, þar af ríflega 11 þús tonn af innlendum togurum og bátum.

 

Vöruinnflutningur um Hafnarfjarðarhöfn jókst um  nær 25 þús. tonn milli ára og var liðlega 181 þús. tonn. og munar þar mest um töluverða viðbót í salti, en innflutingur á jarðefnum, olíu og byggingavörum var sambærilegur við árið á undan. 

Samkvæmt þessum tölum er ljóst að þrátt fyrir sérstakar aðstæður vegna Covid, meginhluta ársins, hafði það óveruleg áhrif og umsvif og rekstur hafnarinnar, þar sem tryggður var fullur rekstur og þjónusta allt  árið 2020.

Sjá nánar tölfræði um skipakomur og vöruflutninga.