Hvalaganga í höfninni

Það er búið að vera óvenju líflegt dýralífið í höfninni síðustu dagana, en þrír hnúfubakar hafa gert sig heimkomna inn fyrir hafnargarða og farið vítt og breytt um hafnarsvæðið, allt inn á smábátunum í Flensborgarhöfn.

Talið er að hvalirnir séu að elta smásíld eða annað æti og hafa bæjarbúar og aðrir gestir haft gaman af að fylgjast með þeim leika listir sínar nánast upp undir bryggjukanta og fjöruborð, bæði að norðanverðu og sunnan til í höfninni.  

Nokkrir hvalaskoðunarbátar hafa fært starfsemi sína úr Reykjavík yfir í Hafnarfjarðarhöfn og fjöldi ferðamanna hefur verið að sigla hvern dag með bátunum hér við hafnarmynnið. Er þetta trúlega með stystu sem siglingum sem þurft hefur til að komast í líflega hvalaskoðun.