Norðurgarður kláraður fyrir vorið

Framkvæmdir við lokafrágang á Norðurgarðinum og næsta umhverfi eru nú að hefjast.

Smíðað verður timburdekk ofan á garðinn og setpallar þar sem grjótfylling er austanvert við garðinn.  Gott aðgengi verður fyrir alla að garðinum og gætt að öryggisatriðum með handriðum á garðinum sjálfum og aðkomuleið.

Yst á garðinum verður smíðað nýtt innsiglingarljós, einnig útsýnis- og dorgveiðipallur og útbúið setsvæði. Góð lýsing verður á garðinum og í setpöllum. Ofan við garðinn verður útbúinn útsýnispallur.

Vinna við þennan lokafrágang mun standa yfir fram í byrjun maí næstkomandi. .

Strandstígurinn verður opinn fyrir allri umferð, gangandi, hlaupandi og hjólandi meðan á framkvæmdum stendur. Stefnt er að verklokum í byrjun maí næstkomandi.