Nýtt uppsátur við Hvaleyrarlón

Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á frágang  á nýju  uppsátri  Hafnarfjarðarfjarðahafnar fyrir smærri báta.  Uppsátrið er á geymslulóð hafnarinnar sunnan við athafnasvæði Atlantsolíu út undir Hvaleyrarlóni.

Þar hefur verið opin kerrugeymsla um nokkurt skeið en nú er búið að girða af svæðið, koma fyrir lýsingu og 36 símastýrðum raftenglum.  Þá hefur stærsti hluti lóðarinnar verið malbikaður og á næstunni verður komið upp mynd eftirlitskerfi á svæðinu.

Á nýja uppsátrinu verða merkt stæði fyrir allt að 30 báta og skútur á norðurhluta lóðarinnar, auk þess sem gott rými er fyrir minni báta og kerrur sunnan megin á lóðinni.   Stefnt er að því að koma bátum inn á svæðið nú í vetur, en losa þarf gamla uppsátrið við Flensborgarhöfn fyrir komandi vor.  Þar er fyrirhuguð umfangsmikil uppbygging á næstu árum.

Eigendur báta sem vilja koma þeim fyrir á nýja uppsátrinu þurfa að hafa samband við hafnarskrifstofuna til að  ganga frá skráningu þeirra og fá úthlutað stæði.