Orkuskipti í Hafnarfjarðarhöfn

Háspennutengibúnaðurinn  ásamt riðabreytum er afar öflugur búnaður.
Háspennutengibúnaðurinn ásamt riðabreytum er afar öflugur búnaður.

Hafnarfjarðarhöfn er fyrsta höfnin á Íslandi til að bjóða viðskipavinum sínum að tengjast öflugum rafmagnslandtengingum þar sem skip geta fengið afl allt að 1,2 MW. Skip geta með þessum nýju landtengingum fengið rafmagn sem er í samræmi við rafmagnskerfi skipsins, þ.e.a.s. 400, 440 eða 690 Volt á 50 eða 60 riðum. 

Fyrsta tengingin fór fram á Hvaleyrarbakka  föstudaginn 10. júní þegar frystitogarinn Baldvin Njálsson GK 400 tengist 440 voltum á 60 riðum. 
Farþegaskipið Le Bellot í eigu franska fyrirtækisins Le Ponant kemur til með að tengjast nýju kerfi á Sjómannadaginn 12. júní n.k. Það er í fyrsta skipti sem skipið tengist landstraumi og jafnframt í fyrsta sinn sem farþegaskip tengist landstraumi hérlendis.