Ráðstafanir hjá Hafnarfjarðarhöfn v. COVID 19

Gripið hefur verið til þeirra ráðstafna hjá Hafnarfjarðarhöfn að loka aðgengi gesta að skrifstofum hafnarinnar og vigtarhúsi vegna COVID-19 veirufaraldursins.

Hafnarskrifstofan verður lokuð fyrir allri aðkomu gesta og þjónustuþega þar til annað verður ákveðið.  Allar þjónustubeiðnir og afgreiðslur hjá höfninni munu fara fram í gegnum síma og netsamband.  Á hafnarvigt verður hægt að afgreiða nótur í gegnum þjónustulúgu við vigtarpall.
Þeir sem þurfa að hafa samband eða leita upplýsinga hjá hafnarskrifstofu geta hafa samband við eftirtalda:
Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri  ludvik@hafnarfjordur.is  sími 825-2302.
Sigríður Þórðardóttir, skrifstofa, reikningar  sigridur@hafnarfjordur.is   sími 825-307
Hafnsögumaður á vakt  hafnsaga@hafnarfjordur.is  sólarhringsvakt 825-2303
Vigtin - dag,- kvöld og helgarvakt   hafnarvog@hafnarfjordur.is  sími 825-2310.