Rígaþorskur rétt utan við hafnarmynnið

Þeir voru vænir þorskanir sem komu á land í morgun.
Þeir voru vænir þorskanir sem komu á land í morgun.

Mikið líf hefur verið Flensborgarhöfn og við Óseyrarbryggju síðustu daga og vikur, en landburður hefur verið af fiski hjá smábátunum. 

Nokkrir kvótabátar hafa lagt upp í Hafnarfirði í vetur og aflabrögðin hafa verið sérlega góð síðustu vikur.  Það er sannarlega rígaþorskur sem bátarnir hafa verið að sækja, og margir hafa ekki farið lengra en rétt út fyrir Helgasker og náð að fylla öll kör á skömmum tíma. 

-Það er trúlega fullt af vænum þorski hérna vel innan við hafnarmynnið – sagði einn sjómaðurinn sem var að landa í morgun.  Hvert karið af öðru með þorsk af stærstu gerð og ekkert lát á veiðinni.  

Grásleppusjómenn eru  einnig farnir af stað og hafa aflabrögðin verið bærileg.  Óvenju góð tíð hefur verið síðustu daga eftir leiðindabrælu lengst af  í vetur og óhætt að segja að strandveiðsjómenn bíði í ofvæni eftir að geta sótt í þann gula strax eftir mánaðarmótin.