Um 30 farþegaskip í sumar

Fyrsta farþegaskip sumarsins kom til Hafnarfjarðarhafnar um sl. helgi.  Það var Amera sem er skip af stærri gerðinni um 40 þús brt.  með um 800 farþega.   Skipið lagðist að Hvaleyrarbakka og mun koma tvisvar aftur í sumar.

Alls er von á um 30 farþegaskipum til Hafnarfjarðar í sumar, sem er umtalsverð aukning frá síðustu árum, en á sl. sumri komu tæplega 20 farþegaskip í Hafnarfjarðarhöfn.   Langfest skipin munu liggja  við Suðurbakka næst bænum og í nokkur skipti verða fleiri en 1 skip í höfn á sama tíma.

Frönsku leiðangursskipin frá Ponant koma í tólf skipti í sumar, en þau skip er hægt að landtengja við háspennukerfi hafnarinnar.

Nánari upplýsingar um skipakomur er að finna hér á heimasíðu hafnarinnar undir slóðinni -farþegaskip – þar sem hægt er að fletta dagatali sumarsins og sjá þær bókanir sem þegar liggja fyrir um skipakomur á næsta sumri.