Uppfærð heimasíða hjá höfninni

Heimasíða Hafnarfjarðarhafnar  hafnarfjardarhofn.is og portofhafnarfjordur.is  hefur nú gengið í gegnum umtalsverða endurnýjun og ýmislegt nýtt efni er að finna á síðunni og mun einnig koma til viðbótar á næstunni.

Heimsíða hafnarinnar fór fyrst í loftið árið 2006 og þar er að finna margvíslegar upplýsingar um starfsemi og þjónustu hafnarinnar bæði í Hafnarfjarðarhöfn og Straumsvík auk upplýsinga um skipakomur, veðurfar, hafnarbakka og aðrar aðstæður á hafnarsvæðinu auk frétta af helstu viðburðum og starfsemi á hafnarsvæðinu. 

Auk íslenskrar útgáfu á heimasíðunni, er einnig að finna upplýsingar um höfnina á ensku, þýsku og frönsku, en mikil umferð erlendra fiskiskipa, flutninga- og farþegaskipa er um hafnarsvæði Hafnarfjarðarhafnar. 

Það er fyrirtækið Stefna ehf. sem sá um uppfærslu og endurnýjun á heimasíðunni fyrir Hafnarfjarðarhöfn.