Framkvæmdir eru hafnar við uppsteypu á Norðurgarðinum, en síðustu ár hefur endurbygging verið undirbúin með grjótfyllingum utan við garðinn.
Á þessu ári eru rétt 80 ár liðin frá því að fremsti hluti Norðurgarðsins brast og seig umtalsvert. Ástæðan var veikur silt-botn sem er undir garðinum en á svæðinu norðanvert í höfninni við gamla norðurbakkann og norðurgarð er allt að 30 m. niður á fastan botn.
Hafnaryfirvöld hafa samið við verktaka um uppsteypu á garðinum og eru framkvæmdir hafnar og munu standa fram eftir sumri. Í framhaldinu verður lagt trédekk ofan á garðinn sem mun eftir endurbætur hækka um á annan meter. Þessa mynd tók Guðmundur Fylkisson form. Hafnarstjórnar af framkvæmdum á dögunum þar sem sést að byrjað er að slá steypumótum utan á garðinn.